Mjög gott brauð sem á við með flestum mat.
7,5 dl hveiti
0,5 dl haframjöl
0,5 dl sólblómafræ
1 dl heilhveiti
0,5 dl hveitiklíð
2,5 tsk þurrger
1 tsk sykur
1 tsk salt
3,5 dl volgt vatn
2 msk olía
egg til penslunar
birkifræ, kúmen, sesamfræ og hörfræ
Taktu frá 1,5 dl hveiti og geymdu þar til síðar. Blandaðu öllu hinu saman í skál, hrærðu og hnoðaðu. Hnoðaðu deigið þar til það festist hvorki við hönd þína né borðið. Bættu hveitinu sem tekið var frá við ef á þarf að halda. Láttu deigið lyfta sér í skálinni í heitu vatnsbaði í vaskinum í ca. 20 mín. Hnoðaðu brauðið aftur og mótaðu úr því kringlótt brauðdeig sem þú leggur á ofnplötu með bökunarpappír á. Gerðu holu í mitt deigið með því að þrýsta mjólkurglasi ofan í miðjuna á því og taka frá það sem þannig skerst út. Deigið úr miðjunni skalt þú rúlla út í mjóa langa ræmu, skera hana í tvennt og rúlla lengjunum saman í eins konar snúru. Skerðu snúruna niður í fjóra parta og leggðu yfir brauðið þannig að hún skipti því í fjóra parta. Pikkaðu brauðið með gaffli og penslaðu með eggjum. Stráðu sesamfræi á einn hlutann, hörfræi á annan, birkifræi á þann þriðja og kúmeni á þann fjórða. Láttu deigið hefast í 15-20 mín. Hafðu plötuna á eldarvélahellunum svo hún fái ylinn frá ofninum sem þú ert að hita. Bakaðu í um 35 mín. við 200° á neðstu rim í ofninum. Ef brauðið ætlar að dökkna of mikið á meðan á bakstri stendur skalt þú leggja álpappír eða bökunarpappír yfir brauðið.