1 stk Paprika
1 pakki skinka
1 stk laukur
Sveppir eftir vilja
Karrí eftir vilja
Ein lítil dós ananaskurl
Sjóddu hrísgrjónin eftir leiðbeningunum á pakkanum (ATH! Mikilvægt að hrísgrjónin séu nóg frekar en of lítið soðin). Paprika, skinka, laukur og sveppir steikt saman á pönnu (sett í röð eftir hvað hvert hráefni þarf að vera lengi). Karríi og ananasnum er hrært saman við hrísgrjónin og gumsinu af pönnuni bætt við.
Bæta má hvítlauk/hvítlauksmauki og/eða rjómaosti til bragðbætingar.
Þetta er einfaldur og góður réttur sem ég mæli með. Hægt er að breyta honum á ótal vegu t.d. auka eða bæta við fleiri tegundum af grænmeti og þá er kominn grænmetisréttur. Einnig er hægt að bæta við pulsum/pylsum og/eða beikoni…það er endalaust hægt að breyta réttinum svo það er bara málið að finna það sem hentar þér! ;)
Sviðstjóri á hugi.is