Ætla að deila með ykkur hér uppskrift af Muffins kökum sem eru í Matreiðslubókinni minni og Mikka, Hörku góð bók sem ég fékk þegar ég var örugglega 5 ára eða eitthvað. Bókin kom út 1985 á íslensku.
Það sem þarf:
50 gr bráðið smjör
1 dl sykur
1 egg
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 dl Mjólk
1 tsk Vanilludropa
12-14 Pappírsmót
Aðferð:
1. Hitaðu ofnin í 175°C
2. Bræddu Smjörlíkið við lítin hita
3. Láttu smjörlíkið og sykurinn í skál og hrærðu það vel með sleif eða hrærivel
4. Brjóttu nú eggið og láttu það útí og hrærðu aftur vel.
5. Helltu mjólkinni með vanilludropunum út í og sáldraðu hveitinu með lyftiduftinu yfir. Blandaðu öllu vel saman.
6. Raðaðu Pappírsmótunum á ofnplötuna og láttu deigið síga í þau með skeið. Þau mega bara vera HÁLFFULL.
7. Láttu plötuna neðarlega í ofninn og bakaðu í 15. Mínútur
Svo má nú líka blanda ýmislegu í sem manni finnst gott, Kakói, Súkkulaðibitum, Hnetusmjöri, möndlum, rúsínum og mart fleira
Þetta eru geðveikt góðar muffins og rosalega auðvelt að gera þær. Samt betra að stækka uppskriftina aðeins :)