Þetta ætti kannski alveg eins heima á /heilsa …en hér eru ýmis heilræði sem ég hef safnað að mér síðustu mánuði. Þótt maginn minn sé enn voðalega oft örðuvísi en hann ætti að vera, hefur þetta hjálpað. Ráðin eru fengin frá hómópata, sumt á listanum eru bara almenn húsráð og sumt er eitthvað sem ég hef fundið út og fengið staðfest hjá fleirum.
- Lýsi er oft slæmt fyrir þá sem eru viðkvæmir í maga. Kókosolía er þá betri kostur. Ráðlagt er að taka svona 1 msk á dag. Ef manni finnst ógeðslegt að borða olíuna sjálfa (sem er ekki alveg fljótandi) er hægt að setja hana út í t.d. boost, smoothie eða hvað sem er.
- Mjólkurvörur sem eru mikið unnar eru oft verri í magann. Sjálf er ég með mjólkuróþol en get samt notað lífræna mjólk. Þannig er það víst með mjög marga. Einfaldlega vegna þess að hún er minna unnin og ekki fitusprengd. Það sýnir mér hversu sniðugt er að of-vinna matvæli!
- Aloe Vera safi er góður í maga, einn sopi á dag. Það er vont en það venst!
- Kaffi getur verið mjög slæmt fyrir viðkvæma maga. Te er hins vegar róandi fyrir magann. Ég reyni því að drekka sem minnst kaffi (sérstaklega ekki drekka kaffi á fastandi maga) og fá mér frekar te.
- Forðist mikið unnar matvörur. Tilbúnir réttir, skyndibitar o.fl. er oft eitur í slæman maga.
- Brauð með miklu geri eru ekki sniðug. Brauð með mjög miklu lofti eru oft ótrúlega girnileg en mikið ger er alls ekki sniðugt.
- Ekki borða það sem þú þolir illa á fastandi maga! Fáðu þér fyrst eitthvað sem maginn á auðveldara með, svo má fara að hugsa um að fá sér eitthvað sem hann á í erfiðleikum með. Mikilvægt að borða eitthvað sem maginn þolir vel í morgunmat.
Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug sem hefur virkilega hjálpað mér. Það þarf ekki að vera erfitt að breyta mataræðinu svo manni líði mikið betur, eins og sést hér að ofan.
Hello, is there anybody in there?