Subway cookies
Ég var að baka þessar cookies í fyrsta skipti í dag og finnst þær bara vera þvílíkt nálægt subway kökunum þannig að ég vildi deila þessu með ykkur :)
Uppskrift
100 gr. Sykur
120 gr. Púðursykur
115 gr. Kalt smjör
1 egg
1 tsk. vanillusykur
1/2 tsk. Natron
175 gr. Hveiti
1/4 tsk. Salt
200 gr. Súkkulaði eða Smarties
130 gr. Heslihnetur (Ég notaði bara 65 gr þar sem að ég er lítið fyrir hnetur) Má sleppa.
Setjið ofnin á 150°
Sykur og púðursykur er sett í skál, smjörið “mulið” ofaní og hrært saman með handþeytara eða í hrærivél.
Egg, vanillusykur og salt bætt útí og aftur hrært eftir það er sett hveitið í og hræt aftur.
Saxið hnetur og súkkulaði gróft og blandið við.
1 matskeið deig er rúllað upp í kúlu og sett á plötu hafið gott bil á milli, bakað í 18-20 mín eða þangað til að botnin helst saman :)
Þegar að kökurnar koma út eru þær mjúkar, látið þær hvíla á rist í nokkrar mínútur.
Njótið svo með ískaldri mjólk ;)