Maríukaka

3 egg
3 dl. Sykur
4 msk. Smjör
1 plata suðusúkkulaði
1 tsk. Salt
1 tsk. Vanilludropar
1 ½ dl. Hveiti

Ofan á kökuna

4 msk. Smjör
1 dl. Púðursykur
3 msk. Rjómi
Valhentur (ofan á kökuna)
1 plata suðusúkkulaði (til að setja ofan á tilbúna kökuna)


Eggin eru þeytt í froðu, svo bætur þú sykrinum út í og hrærir betur.
Bræðir eina plötu af suðusúkkulaði og 4 msk. af smjöri í öllanum og bætir
því ásamt rest út í deigið og hrærir betur. Sett í form (passa að nota form
sem ekki er hætta á að leki úr þar sem deigið er mjög þunnt). Kakan í
ofninn 200 gráður í 20 mín.

Á meðan kakan er í ofninum setur þú smjörið og púðursykurinn í pott
og bræðir og hrærir vel í. Lætur suðuna koma upp þannig að þetta er orðið
svolítið þykkt og karamellulegt (láta sjóða ca. í 1 mín. á meðan þú hrærir).
Svo hellur þú rjóma eða mjólk út í og þá er þetta tilbúið.

Tekur kökuna út og stráir muldum valhnetum yfir og hellir
karamellunni yfir og kakan aftur í ofninn í 20 mín.

Ef vill þá eru settir súkkulaðibitar ofan á kökuna þegar hún er
tilbúin (á meðan hún er heit).

Gott að hafa rjóma eða ís með þessari.

Verði ykkur að góðu
Even though your heart is on the left, it's always right.