Eins og ég skrifaði hér fyrir nokkrum vikum, ætla ég að reyna að henda hingað inn einhverjum niðurstöðum úr tilraunastarfsemi minni í eldhúsinu. Þessa dagana eru heimatilbúnar múslístangir í miklu uppáhaldi, það tekur ekki langan tíma að gera þær, þær eru hollar, góðar og þægilegar til að taka með sem nesti.
Innihaldið skiptist í tvo hluta, þurrt og klístrað :)
Þurrefni:
2 dl. hafrar
2 dl. kókos
1 dl. heslihnetur
1 dl. möndlur
1 dl. hörfræ
1 dl. sólblómafræ
1 dl. graskersfræ
Það má breyta þessu alveg eftir eigin höfði, ef þér finnst eitthvað á listanum vont þá má bara henda því út og setja eitthvað annað (þurrt) í staðinn. Hendir þessu bara í skál og blandar lauslega saman.
Klístur (hljómar vel, I know..)
3 msk. Agave sýróp
2 msk. hnetusmjör (ég nota lífrænt því það er bara hnetur, ekki einhver aukaefni)
1 tsk. vanilla (dropar/sykur)
1 tsk. kanill
1 msk. sykur/púðursykur/hrásykur
2 msk. vatn/mjólk/hrísmjólk (eða bara einhver vökvi)
Eins og með þurrefnin, má breyta þessu eftir eigin höfði. Þó mæli ég ekki með því að breyta magninu, þar sem það tók mig nokkrar tilraunir að ná hlutföllunum réttum. Stangirnar voru annars svo blautar og klístraðar.
Öll efnin í klístrinu eru sett í pott og hituð þangað til þau bráðna saman. Blöndunni síðan hellt yfir þurrefnin og blandað saman. Það getur tekið svolítinn tíma að ná að blanda því almennilega, þannig að blandan límist sæmilega saman. Þetta er svolítil handavinna, sérstaklega að móta deigið, en ekki bleyta þetta meira því þá verða stangirnar ekki passlega crispy.
Svo er þetta sett á bökunarpappír og mótað. Ég geri venjulega eina stóra “plötu”, flet þetta út og sker svo í sundur, í passlegar stangir, eftir bökun. Það væri líka hægt að gera litlar kúlur eða eitthvað annað.
Bakað við 180° í 10 mínútur, eða þangað til þetta er orðið passlega dökkt. Þá þarf að setja álpappír yfir (svo þetta dökkni eki meira) og læka hitann í ca. 140° og baka í 10-15 mínútur í viðbót.
Enjoy :)
Hello, is there anybody in there?