Sælir Hugarar!
Mér datt enginn annar staður en “matargerð” til þess að setja þetta á.
Þannig er mál með vexti að ég bý ein og þegar maður býr einn, nennir maður ekki alltaf að elda. (Ég er örugglega ábyrg fyrir helmingi af veltu KEA skyrs) Það kemur þó stundum fyrir að mig langar í eitthvað gott að borða og þá skunda ég út í búð. En þar bíður mín stórt vandamál. Matnum er pakkað í einhverjar pakkningar og þær eru svo svakalega stórar. Ég vinn vaktavinnu og er oftast búin þegar búið er að loka búðum sem eru með kjötborð þar sem maður getur sjálfur valið magnið.
Ég fór um daginn í 10-11 og ætlaði að kaupa mér gúllas en þá gat ég bara keypt einhver 700gr. af kjöti. Fiskur var mér efst í huga nokkrum dögum seinna, þá gat ég minnst keypt 3 frekar stór ýsuflök.
Mér er bara spurn, er ekki gert ráð fyrir því að fólk búi eitt og þurfi bara að elda ofan í einn? Eða kem ég kannski of seint í búðirnar? Eru til minni pakkningar og eru þær þá bara uppseldar þegar mér dettur í hug að elda?
Þetta var bara svona pæling hjá svangri stelpu!
Kv. Peewee