Baunir eru (ásamt hnetum) próteinríkustu fæðutegundirnar fyrir utan dýraafurðir. Fleira gott sem næringarfræðin hefur um baunir að segja er m.a. að þær eru trefjaríkar, hafa jákvæð áhrif á blósykur og innihalda mikið af bætiefnum. Þær eru mjög ódýrar og henta vel sem “uppfylling” í ýmsa rétti. Ég hef mikið notað kjúklingabaunir í matargerð, þá sérstaklega í pottrétti. Mér finnst þær mjög bragðgóðar, þær eru ódýar og mjög hollar.
Baunirnar er ódýrast að kaupa ósoðnar. Þær fást í stórum pokum fyrir örfáa hundraðkalla. Þá þarf að sjóða baunirnar:
- Áður en baunir eru lagðar í bleyti þarf að skola þær vel.
- Látið liggja í bleyti í um sólarhring, en a.m.k. yfir nótt.
- Sjóðið í miklu vatni, í um einn og hálfan klukkutíma. (Það má snjóða baunirnar í krydduðu vatni).
- Fleytið froðuna ofan af.
- Sniðugt að sjóða mikið í einu og frysta svo í litlum skömmtum.
Í raun má nota baunirnar í hvað sem er. Þær eru góðar í pottrétti, súpur, o.fl. Svo má nota þær kaldar í salöt. Einnig er hægt að mauka baunirnar t.d. saman við grænmetisbuff eða kjötbollur. Svo er hægt að elda bara kjúklingabaunir, nota þær í staðinn fyrir aðra próteingjafa (t.d. kjöt).
Ég er lítið fyrir uppskriftir en meira fyrir hugmyndir. Það er gott að setja baunir og sveppi, blómkál eða spergilkál í pott, krydda með t.d. grænmetiskrafti, oregano og basiliku. Svo má bæta við niðursoðnum tómötum, sýrðum rjóma eða hverju sem ykkur dettur í hug.
Vona að þetta hafi reynst einhverjum gagnlegt :)
Hello, is there anybody in there?