Ég held enn þá í trúna, hollir eftirréttir eru til. Mig, sem sagt, bráðvantar uppskrift að góðum eftirrétti en hann má alls ekki innihalda margar kalóríur.

En um leið ætla ég að senda inn helvíti góða uppskrift af góðri eplaköku sem allir elska en er samt ekki fitandi.

3 stór epli
1/2 bolli brætt smjör
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl.
1/2 bolli af vatni með vanilludropum úti í


Eplin eru skræld, skorin í þunnar sneiðar og loks sett á botn formsins. Vatnið með vanilludropunum er sett yfir eplin. Púðursykrinum, haframjölinu og smjörinu er hrært saman. Síðan er hræringnum dreift yfir eplin og er þetta sett í ofn í ca. hálftíma. Þetta er síðan étið með sýrðum rjóma. Virkilega bragðgóður réttur en alls ekki mjög fitandi. Munið, því meira af eplum því minni fita!
Mig