Skyrsósa: 200g. skyr (1 dós)- 1 msk. sykur- 200g. majónes- 1 dós sýrður rjómi- 1 msk. sætt relish- 1 msk. sætt sinnep- 1 tsk. karrí
Blandið saman skyri og sykri, majónesi, sýrðum rjóma, relish, sinnepi og karrý.
1 laukur- 800g. ýsa- 1 rauð paprika- 1 græn paprika- 1/2 haus blómkál- 100g. sveppir- smjör til steikingar.
Skerið laukinn í sneiðar og setjið í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og leggið ofan á laukinn. Skerið paprikur í bita, blómkál í greinar og sveppi í sneiðar. Steikið í smjöri á pönnu og setjið yfir fiskinn. Setjið skyrsósuna yfir allt og bakið við 180°c í 40 mínútur.
Ég vona alla vega að mér finnist hann eins góður og mér finnst hann girnilegur.
Sá sem margt veit talar fátt