Hráefni:
* 200 g beikon
* 2 plötur smjördeig, þiðnar
* 150 g beikonsmurostur
* 1 egg, hrært
* 100 g rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 220 C. Raðið beikoninu á ofnplötu klædda smjörpappír og bakið í 10 mínútur eða þar til beikonið er orðið stökkt, lækkið þá ofninn í 200 C.
Fletjið smjördeigið út, smyrjið það með smurostinum og myljið beikonið yfir.
Rúllið deiginu upp og skerið í ca. 1 cm þykkar sneiðar og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu.
Penslið snúðana með eggjahrærunni og stráið ostinum yfir og bakið í 15-18 mínútur eða þar til snúðarnir verða gullinbrúnir á lit.