Í gær var ég með grænmetissúpu í kvöldmatinn. Mér þykir alltaf gott að hafa góða súpu annað slagið. En maðurinn minn er dæmigerður íslenskur karlmaður og finnst matur ekki vera matur nema kjöt eða fiskur sé á boðstólunum. Hann fæst þó til að borða súpuna ef ég er með e-ð annað, meira spennandi með. Í gær prófaði ég uppskrift af kartöflusalati með skinku, til að hafa með súpunni. Salatið sló gjörsamlega í gegn og má því búast við að súpa verði oftar á borðum hjá mér í framtíðinni ;0) Uppskriftin er mjög stór þannig að ég ætla að hafa það með steikta fisknum í kvöld líka.

Hér er uppskriftin:

1,5 kg. kartöflur
4 egg
1/2 agúrka
6 rauðar paprikur
4 tómatar
200 g. skinka
2 rauðlaukar

Dressing:
6 msk. ólífuolía
2 msk. hvítvínsedik
2 tsk. Dijon sinnep
1 tsk. salt
1 tsk. nýmalaður pipar
4 msk. steinselja
2 msk. kapers (ég sleppti því)

Sjóðið kartöflurnar og kælið þær svo. Skrælið þær og skerið í báta. Skerið paprikurnar í ræmur og steikið á pönnu. Harðsjóðið eggin, kælið og skerið í báta. Skerið niður tómata og agúrku og svo skinkuna í strimla. Blandið saman í stóra skál.
Blandið öllu hráefninu í dressinguna saman og hellið yfir salatið. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og dreifið yfir salatið.

Mæli eindregið með þessu salati!
Sá sem margt veit talar fátt