Verði ykkur að góðu ;)
Heitt eplapæ
2-3 epli
150 g smörlíki
150 g hveiti
150 g sykur
Kanilsykur
Eplin eru skorin í litla bita og sett í botninn á eldföstu móti. kanilsykri er síðan sráð yfir(eins mikið og þið viljið). Smjörlíkinu, hveitinu og sykrinum er blandað saman í skál, þangað til það er allt fast saman og sett ofan á eplin. Hitið síðan í 30+ mínútur við 180° hita.
Persónulega finnst mér langbest að nota 2 epli og borða þetta síðan með ís eða rjóma. Mörgum finnst líka gott að setja súkkulaði á milli með kanilsykrinum… en ég vil hafa þetta einfalt, finnst það einfaldlega bragðast betur ;)
Elín