Er með uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það kunna hana kannski flestir en fyrir þá sem ekki hafa smakkað þetta, þá er þetta geðveikt… kom tímabil þar sem ég gerði þetta einu sinni í mánuði, fannst það síðan ekkert svo sniðugt vþar sem þetta er frekar sætt. En allir ættu að prófa þetta, geðveikt af mínu mati.
Verði ykkur að góðu ;)

Heitt eplapæ

2-3 epli
150 g smörlíki
150 g hveiti
150 g sykur
Kanilsykur

Eplin eru skorin í litla bita og sett í botninn á eldföstu móti. kanilsykri er síðan sráð yfir(eins mikið og þið viljið). Smjörlíkinu, hveitinu og sykrinum er blandað saman í skál, þangað til það er allt fast saman og sett ofan á eplin. Hitið síðan í 30+ mínútur við 180° hita.

Persónulega finnst mér langbest að nota 2 epli og borða þetta síðan með ís eða rjóma. Mörgum finnst líka gott að setja súkkulaði á milli með kanilsykrinum… en ég vil hafa þetta einfalt, finnst það einfaldlega bragðast betur ;)
Elín