Nautgripir
Byrjar á því að gripurinn er sóttur inn í rétt, og læstur inní skotbásnum. Þar er hann skotinn í heilann með pinnabyssu. Pinninn er um 20 cm langur og drifinn áfram af púðurskoti. Þegar gripurinn fellur er hlið bássins opnuð og gripurinn fellur á hliðina og er því næst hengdur upp á hægri afturlöppinni. Svo er stungið í hjartað og honum látið blæða. Eftir að allir kippir í gripnum eru hættir, þá er rist niður hálsinn, kringum hausinn og flegið frá. Síðan er barkinn tekinn og vélindað aðskilið. Það er sett klemma á vélindað, til að koma í veg fyrir að innihald magans lendi í kjötinu. Næst eru hausinn og framlappirnar teknar af, og gripurinn sendur áfram til fláningar.
Fláningin er tvískipt. Annarsvegar í lyftu og á gólfi. Í lyftunni, þar eru eystun og forhúðin, eða júgrin fjarlægð, svo er rist frá hálsi og í kringum rassgat. Næst er skorið í afturlöppina og rist í fyrri skurð á afturendanum. Lofthnífur er notaður til að flá húðina frá. Það er flegið báðar afturlappirnar og aðeins frá kviðnum. Annars eru afturlappirnar klipptar af og gripurinn næst settur á króka og sendur áfram á brautinni.
Fláningin á gólfinu er mjög einföld, en þá er lokið við að flá kviðinn, bringuna og framlappirnar. Nú er gripurinn sendur til innanúrtöku, en þá er glennt afturlappirnar, endaþarmurinn skorinn frá skrokknum, kviðurinn opnaður og bringan söguð. Það er notaður kúluhnífur við innanúrtökuna, svo ekki sé skorið í magann eða þarmana. En eftir að búið er að taka innan úr gripnum, þá eru settar keðjur á framlappirnar, og restina af húðinni, og hún rifin af. Svo fer hann í sögun og snirtingu og loks inná kæli.
Svín og giltur
Svín eru rotuð með rafmagni, keðju likkjað um aðra afturlöppina, heng á braut og skorið í hjartað og látin blæða út. Eftir um 5 mínútur, er gripurinn dauður og látinn í stórt vatnskar, með um 70°C heitu vatni, þar sem hann er látinn velta um og hár og skítur hreinsast af.
Næst er grísinn tekinn úr karinu, látinn á bekk og hausinn skorinn af. Hálsæðin er fjarlægð, bringan er skorin í sundur, klaufarnar rifnar af og loks er hann hengdur upp fyrir innanúrtöku, svíðingu (eldur borinn að grísnum til að svíða burt eftirsitjandi hár) sögun og snyrtingu.
Hross og folöld
Hross og folöld eru tekin á svipaðan hátt og nautgripir, skotin í heilann og hengd upp. Munurinn er þó sá að hausinn er skorinn strax af og bringan og hálsinn eru rist. Það er ekki sett klemma á vélindað líkt og með nautgripina. Annars eru framlappirnar teknar og hrossið fer í fláningu. Innanúrtaka, sögun og snyrting. Í snyrtingunni er síðan söguð af hrossinu, en henni er yfirleitt hent.
Gaman að bæta inn að ungnaut (12 mánaða eða yngra) geta vegið yfir tonn lifandi, en þyngsti skrokkurinn eftir fláningu og allt það, var rúm 400 kíló. Annars eru þeir að jafnaði einhver 260 kíló, beljurnar um 230 kg. Folaldaskrokkurinn vegur einhver 40 kíló, grísir einhver 80-90 kíló og kálfar um 20kg. Giltur geta vegið 160 kíló, og þær eru mjög leiðinlegar í vinnslu.
Einnig vil ég bæta við að dýrin eru ekki bjargarlaus þarna… ég marðist á rifbeinum og það var talið að ég hafi marist á nýra, þegar folald sparkaði mig niður og svo sparkaði með báðum afturfótum í hægri síðuna á mér. Einni rifbeinsbrotnaði einn þegar naut réðst á hann.
Önnur slys eru óalgeng, þó þau gerist. Ég hef fengið minni kúluhníf í augað (með um 3mm þykkri kúlu í stað odds) og svo man ég þar sem einn skar í gegnum sin á hægri hendi.
Endilega spyrja ef þið viljið fá að fræðast eitthvað meir.
“Can´t rain all the time” - Brandon Lee