Ok þetta er uppskrift sem ég er búin að vera að prufa mig áfram með, en mér (og kærastanum) þykir þetta rosalega gott þannig ég ákvað að skella þessu inn. Þetta er salat, þannig það er nú ekki erfitt að gera það illa, right?

Já og ég notast ekki við mælieiningar :S Maður veit alveg hvað maður þarf mikið, eins og ég sagði, þetta er bara salat

Hérna eru hráefnin:
Kjúklingabringur/lundir, hvað sem þið viljið
Möndlur, mega vera afhýðaðar og skornar eða whatever, ég kaupi alltaf bara með hýði, heilar, af því þær eru ódýrastar, svo sker ég þetta sjálf og leyfi hýðinu alveg að vera

Í salatið sjálft:
Iceberg kál
Rauðlaukur
Spínat/klettasalat
Graslaukur (chives)
ALlt það grænmeti sem þið viljið, tómatar virka, ég set alltaf allskonar lauk eins og vorlauk ofl, bara go nuts
EPLI (ég veit þetta hljómar skringilega en þetta er gott)

Basically:
Skerið möndlurnar niður, kremjið eða notist við tilbúnar niðurskornar.
Skerið kjúklinginn í góða bita
Skellið kjúllanum og möndlunum saman á pönnuna, kryddið eftir vild (ég set alltaf smááá salt og smá pipar)

Ég nota yfirleitt svona hálfan poka af möndlum.

Skerið grænmetið ykkar niður, og eplið!
Mixið þessu saman

Þetta gefur gott og týpískt “kjúklingasalats” bragð, en eplið og möndlurnar gefa þessu smá sætt bragð líka sem virkar vel með grænmetinu!! True story.

Þetta er góð og holl máltíð.

Ef þið eruð grænmetisætur, skiptiði kjúllanum út fyrir t.d. ýmsar baunir eða jafnvel búiði til grænmetisbuff og skerið það svo bara í bita og setið út í salatið. Einnig er hægt að sleppa kjúllanum alveg algjörlega, þá er þetta bara salat með eplum og möndlum.

ATH ef maður leggur ekki í eplin er líka hægt að prufa mangó, það virkar líka í öll salöt, en ég myndi segja að eplin væru góður kostur í þessu tilfelli af því að það passar svo vel við möndlurna