Jæja þá er bolludagurin á næsta leyti,hér er ein uppskrift af bollum:

ef einhver á góða,auðvelda gerdeigsuppskrift þá er hún vel þegin ;)

Bollur:

50 gr. smjör
1 1/2 dl vatn
1 1/2 dl hveiti
2 egg

Bræðið smjörið í potti,bætið vatninu útí og sjóðið.

Takið pottinn af hellunni. Setjið allt hveitið útí í einu og hrærið í þar til deigið hefur jafnast og losnar vel frá hliðum pottsins. Kælið deigið.

Hafið eggin við stofuhita. Bætið þeim útí einu í einu.

Setjið deigið í sprautupoka og sprautið litlar bollur á bökunarpappír eða skammtið þær með teskeið. Hafið bollurnar litlar.

Bakið bollurnar neðarlega í 220 gráðu heitum ofni í 10 mínútur. Lækkið hitann í 190 gráður og bakið áfram í 20 mínútur. Opnið ekki ofninn meðan á bakstri stendur. Kælið á rist. Ristið aðeins í bollurnar en skerið þær ekki alveg í sundur.


Súkkulaðisósa:

175 gr suðusúkkulaði
1 1/2 dl vatn
1 tsk neskaffi
125 gr sykur(1 1/2 dl)

Bræðið súkkulaðið í potti með tveimur msk af vatni og kaffiduftinu. Setjið afganginn af vatninu og sykurinn saman við og hrærið þar til sykurinn hefur bráðnað. Sjóðið á loks í 10 mínútur.

Fyllið bollurnar með ís eða þeyttum rjóma. Raðið þeim á fat og hellið vogri sósunni yfir og berið fram strax.

(Það er líka hægt að setja ofaná brætt suðusúkkulaði eða glassúr.)
Kveðja