VEGAN-lasagna Uppskrift sem hentar sérstaklega þeim sem eru með mjólkuróþol eða sem styðja einfaldlega ekki dýraþrælkunariðnaðinn. Þetta er samt svo fokking gott að kjötætur eiga eftir að möns'etta með bestu lyst. omnomnom!

1 vegleg tsk ólífuolía.
1 laukur.
1 hvítlaukslauf.
Spínat eftir lyst.
1 lítil gulrót.
1 stk sellerí.
1 rauð paprika.
3-4 sveppir.
1,5. dl. rauðar linsubaunir.
1 dós af söxuðum tómötum.
1 stk. grænmetisteningur.
1 lárviðarlauf.
3 dl vatn.

“Osta”sósan
700 ml. hrísgrjóna-eða soyamjólk (frekar soya, þar sem hrísgrjónamjólkin er svo sæt)
1 kúfull tsk hveiti.
1 kúfull skeið smjörlíki.
Vegan ostur (fæst flestum stórverslunum)

Jæja krúttin mín. Byrjið á því að skera laukinn, hvítlaukinn og allt grænmetið niður í litla bita. Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið laukinn vægt í nokkrar mínútur. Bætið síðan restinni af grænmetinu við, hrærið vel og leyfið því síðan að svitna í svona 3 mínútur.
Helltu síðan rauðu linsunum út í, hrærðu vel og skelltu síðan vatninu með. 300 ml. virðist vera nóg en þú verður að passa að þetta verði ekki of þurrt, addaðu þá bara meira vatni.
Brjóttu grænmetisteninginn út í og hentu lárviðarlaufinu með. Láttu sjóða við háan hita og látið malla í svona 10 mín. Síðan skaltu lækka hitann sem mest og láta gumsið “gumsast” í svona hálftíma.

Á meðan þetta er að mallast skal skella sér í sósuna. Settu smjörlíkið og hveitið í pott og þegar það er bráðið saman skaltu hræra vel í á meðan þú bætir mjólkinni út í í smáum skömmtum. Síðan skaltu rífa smá ost út í en hafa smá afsíðis til að setja ofan á. Restin er leikur einn. Voila!
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.