25 g Ger (eða tvær tsk. þurrger)
250 ml Vatn (volgt)
400 g Hveiti
1 msk Matarolía
1 tsk Salt
200 g Ostur
100 g Skinka
Smá aspas eða ananas eftir smekk (val)
Leysið gerið upp í vatninu í u.þ.b. 10 mín. eða þar til að froða hefur myndast. Blandið hveiti, olíu og salti saman í skál. Hrærið gerblöndunni saman við. Hnoðið deigið í nokkrar mín. og setjið svo í skál og blautan klút yfir. Látið deigið hefa sig í 30. mín.
Blandið saman osti og skinku á meðan degið er að hefast. Sláið deigið niður og skiptið því í 8-10 hluta. Fletjið hvern hluta út, u.þ.b. 1/2 cm. að þykkt. Setjið fyllinguna á hvern hluta (þvert yfir) og rúllið brauðið upp, þannig að það sé pylsulaga. Veltið deginu upp úr hveiti og fletjið það örlítið út með lófanum. Látið brauðin hefa sig í aðrar 30 mín.
Grillið brauðið í 4-5 mín. á hvorri hlið eða þar til það er orðið svolítið stökkt eða bakið það í ofni við 150-170 gráður í ca.15-20 mín. Þá er gott að pensla það með eggi og strá yfir birki- eða sesamfræjum.
Þetta er frábært að vera búin að gera t.d á sumrin áður og taka með í útilegur og skella á grillið með kjötinu, þá auðvitað í álpappír.
Eða grilla í ofni ;) nammi….
Kv. EstHer
p.s þessari grein er stolið heiðalega annars staðar á netinu, hef bara aðeins stílfært hana aðeins að mínum smekk :) og hef prufað mig áfram með hana og allskonar fyllingu, mæli EKKI með að setja fræ á brauðið ef stendur til að grilla það, það brennur svo.
Kv. EstHer