Fyrir 4
4 stk Entrecode-steikur
Salt og pipar
6 stk Skalottlaukar
250 g Sveppir
2 dl Rauðvín
30 g Smjör
2-3 dl Dökkt kjötsoð*
Steikið fínhakkaðan laukinn og fjórðung af sveppunum.
Bætið við rauðvíni. Sjóðið niður um uþb. helming og
bætið þá við kjötsoðinu.
Látið suðuna koma upp og hrærið smjörinu saman við.
Brúnið steikurnar á báðum hliðum á vel heitri pönnu.
Lækkið hitann og steikið steikurnar að eigin smekk.
Kryddið með salti og pipar.
Ristið sveppina á þurri pönnu þar til þeir verða gyltir.
Stráið smá salti yfir þá.
* Kjötsoðið er hægt að búa til úr vatni og kjötkrafti.
…