Hér eru þær:
Salsa
4 stórir tómatar, smátt saxaðir
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
1/2-1 chili pipar, smátt saxaður
1/2 tsk. kóríanderduft
1 msk. ferskur sítrónusafi
1/2 tsk. oreganó
1/2 tsk. salt
Blandið öllu saman og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 klst. fyrir framreiðslu. Sósan geymist í 5 daga.
Guacamole
2 avokadó
1 stórt hvítlauksrif, pressað
1/2-1 chili pipar, smátt saxaður
2 msk. lime- eða sítrónusafi
2 msk. sýrður rjómi
2 msk. majones
1/2 tsk. salt
2 tómatar, smátt saxaðir
1/2 lítill laukur
Afhýðið avokadóið og fjarlægið steinana og maukið kjötið í matvinnsluvél. Blandið öllu saman við nema tómötunum og lauknum og maukið vel. Setjið blönduna í skál og hrærið tómötunum og lauknum saman við. Látið standa í kæli í a.m.k. 2 klst. fyrir framreiðslu.
Ef þið setjið steinana úr avokadóinu út í ídýfuna, þá missir hún síður græna litinn.
Sá sem margt veit talar fátt