Mig langaði að deila með ykkur þessari uppskrift sem ég fékk úr Fréttum (viku blað eyjamanna)grein sælkeri vikunnar Adda Gunnólfsdóttir.

Gjörið svo vel

2 ýsu flök
1 lítill laukur

Sósa:
1 tsk. gult sætt sinnep
1 tsk. karrý
1 msk. edik
2 msk. brætt smjör
5 msk. tómatsósa
1 dl rjómi

Skerið ýsuna í bita og raðið í smurt eldfastmót.
Skerið laukin og látið yfir fiskin.
Sósan:Hrærið allt saman og hellið yfir.
Bakið í ofni við 190°í 20 mín.

Meðlæti snittubrauð og hrísgrjón (soðinn venjulega en bætið í vatnið smjörklípu og 1 kjúklingatening).

Verði ykkur að góðu

Kveðja Lilja Ólafs.