Þetta er svar sem ég fann á vísindavefnum - www.visindavefurinn.hi.is

Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Efnasamböndin í lauknum innihalda efni sem vernda magann og ristilinn og koma í veg fyrir húðkrabbamein.

Laukurinn verkar einnig gegn bólgu, astma og sykursýki og kemur í veg fyrir blóðtappa, of háan blóðþrýsting, blóðsykurhækkun, óhóflega blóðfituhækkun og kransæðastíflu.

En það sem þú borgar fyrir þessa kosti lauksins eru tár. Rokgjarnar olíur sem gefa lauknum einkennandi bragð hafa í sér stofn lífrænna sameinda sem eru þekktar sem amínósýrubrennisteinsoxíð (amino acid sulfoxides).

Ef þú skerð, flysjar eða stappar lauk, leysir laukvefurinn lífhvata (ensím) sem nefnast allínasar (allinases) sem breyta þessum lífrænu sameindum í sýrur með brennisteini (sulfenic acids).

Þær umbreytast strax í syn-propanethial-S-oxíð sem gufar upp og framkallar tár. Myndun þess nær hámarki eftir 30 sekúndur frá því að laukurinn er skorinn og henni lýkur eftir 5 mínútur eða svo.

Nokkur ráð eru til að draga úr þessum áhrifum lauksins. Hægt er að hita hann áður en hann er skorinn; þá eyðast lífhvatarnir.

Einnig eru nokkur einföld ráð til að draga úr snertingu við gösin sem myndast, til dæmis að hafa góða loftræstingu, skera laukinn undir rennandi vatni eða í vél í lokuðu hylki.

Heimild: Grein eftir líffræðinginn Thomas Scott á vefsetri tímaritsins Scientific American. Þar má lesa enn meira um efnið.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.


http://visindavefur.is/svar.php?id=2196
Lifðu lífinu með ró, þú kemst hvort eð er ekki lifandi frá því :D