Nú hefur undankeppnin vegna keppninar um Matreiðslumann ársins farið fram og komust þeir 5 matreiðslumenn sem þóttu elda bestu hrútspungana og bestu Steinbítsréttina.
Ég veit að það er kanski ekki vel liðið að vera að auglýsa hér á Huga en mig langar samt að benda þeim á sem hafa verið að fussa og sveija yfir þorramat að kíkja á myndirnar en ég hef birt 13 myndir af hrútspungum á Veitingavefinn. Allir réttirnir eru með girnilegasta móti og vona ég að einhverjir rati inn á matseðla veitingahúsa. Það getur svo auðvitað hver og einn gert það upp við sig hvort þeir leggi þetta sér til muns. Ég sendi einnig eina mynd með af einum rétt sem þótti með þeim girnilegri en hann lítur nær út eins og desert.
Keppnin þótti nokkuð jöfn og voru það Árni Þór Jónsson frá Perlunni, Einar Geirsson frá Tveim fiskum, Gunnar Karl Gíslason frá Sigga Hall, Lárus Gunnar Jónsson frá Apótekinu og Ragnar Ómarsson frá Hótel Holti sem munu keppa um matreiðslumann Ársins.
Það er svo bara að bíða og sjá og bendi ég öllum áhugasömum á að fylgjast með og mæta á stórsýninguna Matur 2002 en þar verða ýmsar keppnir háðar, svo sem keppni um Matreiðslumann Norðurlanda, Klakaskurðarkeppni og svo mætti lengi telja.