Kanilkökur Kóngsins:
Kakan
500 g sykur
175 g smjörlíki, brætt
8 dl súrmjólk
600 g hveiti
6 tsk. kanilduft
3 tsk. matarsódi
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður. Hrærið vel saman sykur og smjör og bætið súrmjólk saman við. Blandið síðan þurefnunum saman út í og hellið deiginu í smurða ofnskúffu. Bakið í u.þ.b 30 mín.
Kremið
75 g smjör, brætt
350 g flórsykur
3 tsk. vanillusykur
6 msk. kakóduft
5 msk. stekt kaffi
Hrærið smjöri, flórsykur, vanillusykur og kakóduft saman. Bætið kaffi saman við þar til kremið verður mátulega þykkt og slétt….
Njótið!