Þar sem ég er matreiðslumaður og mikill áhugamaður um mat og matargerð þá langar mig að skrifa um keppnina um matreiðslumann ársins.
Undan keppnin verður/var haldin laugardaginn 26 janúar og er hún sérstök fyrir þær sakir að matreiðslumennirnir munu elda hrútspúnga í forrétt og verður rétturinn að innihalda að lágmarki 20% hrútspúnga, meðlæti og annað á disknum er að öðru leit frjálst.
Þar sem margir lýstu viðbjóði sínum á þorramat í samnefndri grein hér á huga.is þá langaði mig að fjalla aðeins um þetta málefni.
Spurningin er hvar drögum við mörkin við ógeðslegt. þetta er hlutur sem menning okkar venur okkar að og kennir, sumum finnst þorramatur, kæstur hákarl, kæst skata og annar “viðbjóður” vera mesti herramanns matur. Afhverju, kannski vegna virðingu við foreldra sína ömmu og afa og langa afa og ömmu. Kannski vegna menningar, sumir alast upp við þetta og kannski finnst fólki þetta bara gott. ég man í fyrsta skipti sem ég smakkað i ólífur, osta og annað “gurmet” mat, þá fannst mér hann vondur, því hann hafði svo afgerandi bragð, í dag fer ég í sterkustu ostana og ólífurnar, sólþurkaðir tómatar og annað finnst mér lostæti.
En þá erum við komin í hring með þetta. fyrst þegar ég smakkaði þorramat þá fannst mér hann ekki góður, kæst skata var viðbjóður þegar ég smakkaði hana fyrst 17 ára gamall. Síðustu þorláksmessu smakkaði ég á skötu aftur, þá 25 ára gamall, ég gerði það til að sýnast fyrir hinum strákunum og líka því ég er matreiðslumaður og mér er jú kennt að smakka allt sem ég elda til að vera viss um gæði þess. fyrsti bitinn var viðunandi og ég reyndi sem mest ég mátti að fela öll svipbrigði því margir starfsmenn sem voru að vinna þennan dag sem borðuðu ekki skötu, þegar á leið og þorláksmessu hádegið var að verða búið þá var ég farinn að laumast í skötuna á meðan engin sá til, og ég fékk mér vel af kæstustu skötunni.
Það verður gaman að sjá hvað verður eftir undankeppnina þegar 14 matreiðslumenn elda hrútspunga og auðvitað gera þeir eins og tónlistarmenn gera í dag, setja pungana í nútímalegra horf, við eigum eftir að sjá 14 nýja girnilega hrútspungs-rétti og trúið mér þeir eiga eftir að verða bragðgóðir, ég hef sjálfur smakkað einn af réttunum 14. Matreiðslumennirnir koma frá 8 mismunandi veitingastöðum og ég trúi ekki öðru en flestir setji réttina sína á matseðillin, Í það minnsta 5 bestu sem komast áfram í úrslitakeppnina.
Þess vegna langar mig að skora á alla sem lesa þetta að smakka þennan þorramat og annað sem tilheirir menningu okkar og ekki gefa hann upp á bátinn. Við skuldum forfeðrum okkar það og til að halda sérstöðu okkar í matargerð ættum við að halda þessari hefð lifandi. Öllum er frjálst að breita eldunaraðferðunum og laga að nútímanum.
Við skulum ekki gefast upp á helstu matarhefðum okkar þó það sé búið að finna upp ískápin þá vil ég minna fólk á að reyktar afurðir: reyktur lax, hangikjöt og saltaðar afurðir: saltkjöt og baunir, ásamt mörgu öðru eru einnig gamlar matreiðsluaðferðir vegna skorts á ískápauppfinningu. mér finnst að fólk ætti að halda þessum hefðum við sem mest það getur
Elvar Örn Reynisson
http://www.veitingavefurinn.is/frett42.htm
Umfjöllun um Matreiðslumennina sem taka þátt 26. janúar 2002
http://www.veitingavefurinn.is/kemat.htm
Umfjöllun, úrslit og fréttir af matreiðslumanni ársins