Ég ætla að deila með ykkur ágætri uppskrift fyrir fjóra. Ég reyni að hafa þetta frekar einfalt.

800 g Nautakjöt (miðast við 200g á mann)
4 Bökunarkartöflur (stórar)
Kartöflumús
1stk Hvítlaukur
Steinselja 1 búnt
6 Sveppir ferskir
Dijon Sinnep sterkt
Smjördeig Ekki nauðsynlegt
Matarolía

Þetta er það sem þú þarft í uppskriftina ásamt satli, pipar og sykur.

1. Hitaðu ofninn á 200°C Helltu olíu í skál og saxaðu 2 hvítlauksgeira mjög smátt ásamt steinseljunni og settu í skálina og blandaðu vel.
Settu kjötið í skálina og hafðu það mikla olíu að hún nái yfir kjötið. Ekki setja skálina í kæli.

2. Skrælið kartöflunar og mótið þær eftir hentisemi. Í þessu tilfelli finnst mér skemmtilegast að skera þær í teninga. Takið eina hlið á kartöflunni og skerið holu í hana. Best er að nota lítinn kúlara (lítil ísskeið), annars er hægt að nota teskeið. Þá ertu komin/n með ferhyrning sem er holur að innan (Ef þú skarst hana í tening.

3. Hitið upp pönnu í max hita / Ekki grillpönnu eða rifflaða pönnu. Má þessvegna vera pottur.
Því næst takið 15g af smjöri og bræðið á pönnunni. Smjörið ætti að verða ljósbrúnt/karamellulitað. Steikið kartöflurnar þangað til að gullbrúnn litur hefur fengist á allar hliðar. Því næst setjið kartöflunar í eldfast mót og hellið smjörinu yfir.
Eldið karföflumúsina og notið aðeins minna vatn en sagt er á umbúðunum og c.a. 1 1/2 dl af sykri.
Fyllið holuna í kartöflunum með kartöflumús sléttfulla, stráið ögn af sykri yfir toppinn og látið holuna snúa niður og setjið í miðjan ofninn í u.þ.b 30 mínútur.

4. Takið kjötið uppúr olíunni og skerið í c.a. 100g stykki eða 8 bita í þessu tilfelli. Setjið u.þ.b. 10-15g af smjöri á sjóðheita grillpönnu (má vera annarskonar panna). Steikið kjötið (loka því) eða brúnið það á öllum hliðum. Kryddið að vild.
Taktu kjötið af pönnunni og skerðu sveppina í sneiðar og steiktu. Smyrðu þunnu lagi af Dijon sinnepi yfir hverja steik og settu sveppina yfir og inní ofn.

Þeir sem vilja medium eldað kjöt ættu ekki að hafa kjötið lengur í ofninum heldur en c.a. 5-10 mín.

ATH! Þeir sem vilja nota smjördeig skera kjötið ekki í sneiðar áður en þeir elda það, heldur steikið í heilu lagi, smyrja sinnepinu yfir og setja sveppina yfir, og rúllið inní deigið. Bakið í c.a. 10-15 mín, og skerið svo í sneiðar.

Mjög gott er að hafa annaðhvort villisveppasósu eða piparsósu og blandað salat með.

Verði ykkur að góðu.