Ég var nú í vandræðum í gærkvöldi. Þannig var mál með vexti að ég var alveg rosalega svángur. Ég byrjaði á því að kíkja í skápanna, það var ekkert til nema kartöflur. Síðan fór ég og kíkti í ísskápinn það var til tómatsósa og brauð sem er ábyggilega ónýtt ( kíki á það í dag ). Ég hugsaði hvað get ég gert í þessu. Ég var líka alveg blankur og átti bara pening fyrir bensíni og eins og þið vitið ef maður fer og kaupir sér eitthvað maður fær ekki neitt fyrir þúsund kallinn.
Eftir mikla umhugsun tók ég kartöflunar og sauð þær í korter. Síðan setti ég þær á disk og stappaði saman með hýðinu á og setti síðan slatta af tómatsósu og sítrónupipar með. Ég blandaði þessu síðan vel saman á disknum. Þá settist ég við tölvuna og smakkaði þessa tilraun mína, og viti menn þetta var bara rosalega gott !!!! Góður matur þarf ekki að kosta mikið eins og þetta sýnir. Ég vona að einhver geti nýtt sér þetta ef þeir eru alveg staurblankir eins og ég.
Með ósk um góða matarlyst.
Emil