Þar sem ég las greinina um tilraunaeldhúsið mátti ég til með að senda hérna inn smá uppskrift sem mér finnst sniðug og þeir sem hafa smakkað eru hrifnir af þessu.
Þegar ég steiki kjöt eða fisk þá velti ég því fyrst upp úr eggi sem ég hef aðeins bætt mjólk í og svo hef ég hveiti í poka sem ég er búin að krydda, sem ég set matinn í eftir eggjunum. Ég klára bara að steikja minn mat og svo þegar það er búið þá nota ég eggin og hveitið líka.
Ég helli kryddaða hveitinu saman við eggin og þynni með mjölk eftir því sem þarf. Það er mjög gott að brytja lauk smátt út í þetta eða eitthvað annað grænmeti. Þegar degið er orðið svona frekar þunnt, samt ekki eins þunnt og pönnukökudeig, þá set ég það með ausu á pönnuna sem ég var að steikja kjötið/fiskinn á í svona litlar lummur og steiki þangað til það er orðið fallega brúnt náðum megin. Þetta er ótrúlega gott og væri jafnvel bara fínt líka eitt og sér með grænmeti. Við borðum þetta bara tómt stundum. Það er líka voða gott að setja pínulitla chillisósu saman við. Ég set alltaf sweet chilli sósu í þetta. Það er líka hægt að gera þetta bara án þess að hafa verið að nota hveitið eða eggin í annað áður.
Það er rosalega gott að borða þetta með kotasælu og gúrkum.
Ég læt þetta duga og vona að einhver prófi þetta.
Það sem ég er sennilega best í er að gera ágætan mat úr næstum engu. Mér er sagt það allavega.
Verði ykkur að góðu.
Kveðja Bomba