Svona salat fékk ég um daginn hjá vinkonu minni. Ekkert smávegis gott.

250g rækjur
100g fetaostur
100g hörpudiskur
100g reyktur lax, í ræmum
2 rauðlaukar
2 tómatar
1 icebergshaus
1 rauð paprika

Plokkið vöðvann af hörpudisknum og hendið. Setjið fiskinn (þ.e. hörpudisk og rækjur) í sjóðandi vatn og sjóðið í 2 mín. Skerið niður grænmetið. Blandið öllu saman.

sósa:
1 1/4dl ólífuolía
1/2dl hvítvínsedik
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu hráefninu saman. Setjið yfir salatið og berið fram með brauði.
Sá sem margt veit talar fátt