Rjómakaramellur
125 g sykur
1½ dl rjómi
15 g smjör
25 g hunang
25 g hakkaðar möndlur
Setjið sykurinn, rjómann, smjörið, hunangið og möndlurnar í þykkbotna pott. Hitið blönduna þar til hún er orðið 122°C heit. Takið pottinn af hitanum og látið blönduna kólna örlítið. Hellið síðan í ferkantað form og skerið niður í hæfilega stóra bita. Karamellunum er hægt að pakka inn í sellófan eða dýfa í súkkulaði sem búið er að bræða yfir vatnsbaði.
Daim konfektmolar
3 pakkar Daim-kúlur
500 g kókosmarsípan
200 g Marabou mjólkursúkkulaði
kókosmjöl
Kókosmarsípanið er skorið í 2 jafnstór stykki og flatt út. Bræðið súkkulaðið. Skerið útflatt kókosmarsípanið í ferhyrnd stykki þannig að 4 Daimkúlur rúmast á ferningnum. Hellið kókosmjöli á disk. Dýfið ferhyrndu stykkjunum ofan í súkkulaðið. Látið umfram súkkulaðið leka af stykkjunum. Leggið því næst súkkulaðihjúpaðan ferhyrninginn ofan á kókosmjölið og setjið 4 Daimkúlur ofan á. Takið síðan stykkið af kókosmjölinu og geymið í kæli.
Toblerone trufflur
1,5 dl rjómi
300 g Toblerone
Kakó
Hitið rjómann að suðu. Saxið 300 g af Toblerone og setjið í skál. Hellið heitum rjómanum yfir og hrærið í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Kælið í 2-3 klst. Búið til litlar kúlur úr massanum, veltið þeim síðan upp úr kakói og kælið. Geymið í lokuðu íláti í ísskáp.
Just ask yourself: WWCD!