Smá tilbreyting!
500g saxaðar rækjur
1 blaðlaukur, saxaður
1/2 gul paprika
1/2 rauð paprika
500g kotasæla
1 dós sýrður rjómi
2 msk. majónes
1/4 dós ananaskurl
1 1/2 tsk. karrý
Grænmetið og rækjurnar saxað smátt. Kotasæla, majónes og karrý hrært saman. Grænmeti og rækjur bætt út í og svo ananas. Kælt í stutta stund og borið fram með ristuðu brauði.