Sniðugt :)
Ég er svona einn af þeim sem fer yfirleitt “aldrei” eftir uppskriftum, heldur krydda og geri tilraunir svona eins og ég held að maturinn verði góður.
T.d. í gær fann ég nautagúllas í frystinum. Skellti því í pott ásamt pipar, krafti og allavega grænmeti sem var til ásamt vatni. Lét þetta malla í u.þ.b. tvo tíma, bætti tómatpúrru útí, smá meira krydd (pipar og timian). Sauð þetta svo niður í hæfilegt magn af vökva, þykkti smá með maizena og setti að endingu væna klípu af rjómaosti út í. Með þessu hafði ég kartöflumús. Þetta var bara frábært, gúllas kjötið, sem er by the way mjög lélegt kjöt yfirleitt, var orðið mjúkt eins og smjör.
Svona er hægt að taka það sem til er á heimilinu og skella saman í dýrindis rétt. Þetta er kannski ekki mjög frumlegt…og þó ;)
Hvernig væri svo að fólk færi að prófa einhvern annan fisk en þessa fjandans ýsu. Ýsa er hrææta og yfirleitt talið lélegt hráefni af flestum kokkum. Prófið t.d. rauðsprettu sem er miklu betri fiskur. Stífari í sér en samt mýkri og bragðbetri að mínu mati.
Um að gera að tilraunast smá. Nota öðruvísi krydd heldur en alltaf sama Season All. Salt, pipar, timian, larviðarlauf, edik, sultur, chily, engifer o.s.frv.
Svo er alltaf gaman að gera tilraunir með að elda austurlenskan mat.
Smá uppskrift sem ég gerði um daginn:
2 kjúklingabringur eru skornar í ræmur (ca 1,5x1,5cm.) eftir endilöngu.
1 dós hnetusósa (fæst t.d. í 10-11)
1 dós Kókosmjólk (fæst t.d. í 10-11)
Nokkrar tsk. turrmerik (held að það heiti það. Gula kryddið í karrý)
Yasmin grjón
ca. 1/2 dós af kókosrjómanum er sett í skál og slatta af gula kryddinu hrært útí. Hænsnið svo marinerað í þessu í ca. 30 min. Svo er kétið þrætt upp á grillpinna. Grillað á mínútugrilli (riffluðu) eða undir grillinu í ofnunum þangað til eldað. Borið fram með hnetusósunni (heitri, volgri eða kaldri), grjónum og því sem ykkur langar í með þessu.
Þetta er svo gott að það liggur við að það þurfi tvær bringur á mann ;)
Lifið heil og verið frumleg í eldhúsinu :)
Kveðja,
BOSS
There are only 10 types of people in the world: