Rétturinn er einfaldur og ekki er erfitt að finna hráefnið í hann .
Ég fann hann í 24 stundum um daginn. Þetta er réttur sem ég mæli með að allir prufi!
Hráefni:
Einn kjúlingur eða þrjár til fjórar kjúklingabringur.
2 banana.
Eina tsk. af ítölsku kryddi.
Einn dl. chilli sósa (einnig hægt að blanda saman chilli kryddi og tómatsósu )
Einn pakka af af beikoni.
Tvo og hálfan dl. rjóma.
Einn pakka af salthnetum ( má sleppa )
Aðferðin er eins og áður sagði einföld og hún hljómar svona. ,, Kjúklingurinn er úrbeinaður þó svo að ég mæli frekar með því að nota kjúklingabringur eða kjúklingalundir. Þá er bringunum raðað í eldfast mót og þær kryddaðar með salti, pipar og ítalska kryddinu. Kljúfa skal bananana eftir endilöngu og leggja þá yfir bringurnar. Léttþeyta á rjómann og blanda chilli sósunni saman við og hella yfir bringurnar. Síðan er þetta eldað í ofni í um það bil tuttugu mínútur við 200 gráður.
Salthnetum og þurrsteiktu beikoni er síðan stráð yfir áður en borið er fram. Gott er að bjóða upp á hrísgrjón, maís eða brauð og rétturinn hentar afar vel sem aðalréttur. ''