Mig langaði að skella nokkrum góðum sumar drykkjum hingað inn því að sólin er nú aðeins farin að skína, þeir eru nú samt úr einhverjum uppskriftarbókum. En já nú segi ég bara verse gú ;p

Sumarkokkteill;
Hráefni

Ananassafi
1/4 ferna.
Appelsínusafi
1/4 ferna.
Safi úr kokkteilberjum
3 msk.
Sítrónusafi
1 msk.
Kokkteilber
4 stk. (ofan í könnua)

Aðferð:
Öllu blanað vel saman í könnu ásamt klaka.
Og skreytt með ananas



Súkkulaði- og berjahristingur:
Hráefni

Jarðaber
12 stk.
Vanilluís
4 msk.
Mjólk
3 dl.
Kókómjólk
2 fernur.

Aðferð:
Allt sett í matvinnslukönnu og því blandað vel
saman. Síðan hellt í stórt og flott glas
ásamt röri.
Svo má skreyta með jarðarberjum og súkkulaðispæni


Skyr og bláberjahristingur:
Hráefni

Skyr
4 msk.
Mjólk
4 dl.
Vanilluís
4 msk.
Bláber
4 dl.

Aðferð:
Allt sett í matvinslukönnu og því blandað vel saman.
Síðan hellt í stór glös, rör sett í glasið og skreytt
með ferskum berjum.
—-

vona að þetta gangist einhverjum, reyndar soldið stutt en samt gott :D
Even though your heart is on the left, it's always right.