Jæja nú er komin tími á smá fisk…eftir allt kjötið yfir hátíðarnar ,hér er einn einfaldur og góður réttur:

1 ýsuflak
salt
1 msk. sítrónusafi
3 msk.hveiti
1/4 tsk pipar
1 tsk. karrý
1/2 tsk sítrónupipar
1 tsk. sojasósa
2 dl rjómi(eða kaffirjómi)

ýsan er skorin í litla bita,salti er stráð yfir,sítrónusafi kreistur yfir fiskinn og látið bíða í 10-15 mínútur.Þerrað. Ýsunni er velt uppúr hveiti sem er blandað með karrý,salti,pipar og sítrónupipar.Hún er síðan steikt á pönnu.1/2 dl vatni er bætt á pönnuna ásamt sojasósunni og að síðustu er 2 dl af rjóma hellt útí og látið sjóða smástund.
Borið fram með brauði og hrísgrjónum.
Kveðja