3 bollar spergilkál(brokkoli)(ferskt eða frosið)
1/4 bolli smjör eða smjörlíki
1/4 bolli hveiti
1/2 tsk salt
3/4 bolli mjólk
1 bolli rifin óðalsostur
tómatar í sneiðum
ostur

Aðferð:
Spergilkálið er soðið.Smjör er brætt í potti og hveit og salt er blanað útí.Mjólk og rifnum osti er bætt smátt og smátt saman við þar til osturinn er bráðnaður.Sósan er síðan látin þykkna.Spergilkálið er sett í ofnfast fat og sósan yfir,þetta er svo bakað við 180 gráður í 10 mínútur.Þá er tómatsneiðunum raðað ofaná og þetta bakað í 5 mín. í viðbót að lokum er osti stráð yfir(og hann látin bráðna)
Gott sem meðlæti eða sjálfstæður réttur.
Kveðja