Ég er hérna með uppskrift af tertubotnum sem eru rosalega fljótlegir og öllum þykja ofsalega góðir. Ég hef töluvert notað þá og endilega prófið.

Hnetuterta

4 stk. egg
140 gr sykur
85 gr. hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
160 gr. hnetur (muldar)
100 gr. súkkulaði
kaffilíkkjör ef vill ca 1 msk.

Þeytið sykur og egg mjög vel saman. Blandið saman hveiti og lyftidufti og og blandið vel saman við eggjahræruna með sleikju. Síðan er hnetum og sösuðu súkkulaði blandað saman við allt og notið enn sleikju. Setjið kaffilíkkjör saman við ef vill og skiptið svo deginu í 2 26 cm form. Bakið við 210°C-220°C í 7-9 min.

Það er rosa gott að brytja banana og láta á milli eða einhverja aðra ávexti og þeyttan rjóma.

Endilega prófið og sjáið hvað þetta er fljótlegt.
Kveðja
Bomba