Eitt kvöldið átti að vera fiskur í matinn heima hjá mér, og ég og bróðir minn erum kominn með frekar mikið leið á soðnum og steiktum fiski.Og ég spurði pabba hvort hann myndi ekki kunna einhverja aðra uppskrift og þá datt okkur í hug að gera svona hvaðertilíískápnum rétt. Þetta er svona lúkka af þessu skvetta af þessu uppskrift
Hráefni
800gr af fiski,
paprika í hvernig lit sem er,
sveppir
laukur
kínakál ( það er rosa gott þegar það er búið að hita það)
Sósa
ein og hálf dós af sýrðum rjóma
smá rjómaostur ca 2 msk
hálf krukka af feta osti með hluta af olíunni vegna kryddsins
rifinn parmesam ost
papriku krydd og carry krydd
Aðferð
Allt grænmeti skorið niður og létt steikt á pönnu ath bætið kínakákinu síðast.
blandið öllu í sósunni samann og kryddið meira eftir smekk.Smyrjið eldfast mót og raðið nóg af fiski í botninn setið svo grænmetið yfir fiskinn og sósunna yfir grænmetið. Rífið ost yfir réttinn
rétturinn fer svo beint inn í ofn á 200 gráðu hita og fylgist með hvort hann sé tilbúinn
borið fram með hrísgrjónu,fersku salati og kartöflum
Endilega bætið öllu sem ykkur dettur í hug útí réttinn og leikið ykkur soldið með hann,td velta fisknum uppúr hveiti, setja blaðlauk laga sósunna og krydda. Takk fyrir mig :o)