Hamborgarhryggur
HAMBORGARHRYGGUR
Fyrir 4-5 manns
Suðan á Hamborgarhryggnum ræður miklu um það hvernig til
tekst. Látið
sjóða við mjög vægan hita, eða þannig að vatnið sé
rétt við suðumark. Of
hröð suða veldur því að kjötið skreppur saman og
verður þurrt. Kaupið
ríflega af Hamborgarhrygg því kaldur hryggur daginn eftir er ekki
síður
veislumatur.
1,8 kg. Hamborgarhryggur með beini
2,5l. vatn (eða þannig að fljóti yfir kjötið)
½ fl. Maltöl
½ stk lítill laukur
1 stk gulrót
1 stk sellerístilkur
1 msk tómat pure
4 stk negulnaglar
6 stk piparkorn
Setjið allt saman í pottin og hellið vatninu yfir. Látið
suðuna koma upp
og fleytið af froðuna. Látið sjóða við mjög vægan hita
í 45 mínútur,
helst þannig að vatnið sé alveg við suðumarkið. Takið
pottinn til hliðar
og látið standa á meðan sykurgljáinn er lagaður.
Sykurgljái
2 msk tómatsósa
2 msk sætt sinnep
1 msk púðursykur
1 msk appelsínumarmelaði
1 msk rauðvínsedik
Blandið öllu saman. Færið hrygginn upp úr pottinum á
ofngrind og penslið
gljáanum yfir. setjið í 200c.heitan ofn og gljáið í 10 mín
eða þar til
sykurgljáinn brúnast lítillega.
Sósan
8 dl soð úr pottinum
1 dl rauðvín
1 msk balsamic edik eða rauðvínsedik
2 dl rjómi
1 msk rifsberjahlaup
50 gr smjör
50 gr hveiti
kjötkraftur
sósulitur
Sigtið soðið í pott og bætið í rauðvíni og rjóma.
Lagið smjörbollu úr
smjörinu og hveitinu og þykkið sósuna. Bragðbætið með
ediki, hlaupi og
kjötkrafti, litið með sósulitnum.
Mjög gott er að laga ríflega af sósunni, þannig að
eitthvað sé til með
afganginum af kjötinu daginn eftir.
Hefðbundið meðlæti með Hamborgarhrygg er eplasalat,
sykurbrúnaðar
kartöflur, rauðkál og snöggsoðið ferskt grænmeti.