Þar sem uppskriftin mín af epla og hnetubrauðinu vakti ánægju einhverra þá er ég hér með aðra uppskrift af brauði sem er ekki síður auðveld og góð.
Vona að þið njótið vel.

Banana og hnetu brauð

75 gr smjörlíki
2 egg
1 1/4 bolli sykur
1 tsk vanilla
2 bollar hveiti
1 tsk. lyftiduft
3 stórir bananar marðir
1/2 bolli hnetur

Bræðið smjörklíkið og setjið sykur, egg og vanillu útí. Hrærið þetta saman þangað til það hefur blandast vel. Blandið saman hveiti og lyftidufti, merjið bananana og blandið því saman og setjið þetta þrennt svo út í smjörlíkis og eggjahræruna.
Bætið hnetum útí en hrærið þær ekki saman við með hrærivél. Best er að nota sleif. Setjið í vel smurð form og bakið við 175-180 °C í ca 45 mín.

Endilega ef þið prófið þessar uppskriftir þá látið mig vita hvernig ykkur finnst.