Þessar eru ekkert smá góðar og alveg nauðsynlegar á jólunum, fyrir þá sem borða svona sætindi um jólin… :)
5 eggjahvítur
6 dl flórsykur
400 gr möndlur
þeytið eggjahvítur vel og blandið flórsykri og söxuðum möndlum varlega saman við við eggjahvíturnar. Mótið litlar kökur og setjið á plötu með smjörpappír. Bakið við 175°. kælið.
Smjörkrem
1 1/2 dl strásykur
1 1/2 dl vatn
5 eggjarauður
300 gr mjúkt smjör
2 msk kakó
2 1/2 tsk neskaffiduft
1/2 tsk olía
smörkremið búið til:
Strásykur og vatn soðið saman þar til þræðir myndast í sykurvatninu. eggjarauður þeyttar og sykurvatninu hellt út í.
Kælið.
þeytið þá áfram og setjið smjörið varlega útí. Að lokum er kakó og kaffidufti bætt út í. Smjörkremið smurt á kökurnar og fryst.
Svo er bræddu súkkulaði + olíu smurt á botninn.
Verði ykkur að góðu!
kveðja Kvkhamlet