Ég elska þennan pastarétt sem ég ætla að deila hérna með ykkur :) Mjög einfalt að gera hann en samt mjög góður að mínu mati.
Here goes…
Hráefni:
Slaufupasta
Nokkrar skinkusneiðar,
5-10 Sveppir
Smurostur með sveppum
(Smá mjólk)
Sjóðið pastað.
Skerið skinkuna og sveppina í nokkra bita og steikið á pönnu. Þegar það fer að verða vel steikt, setjið þá um það bil hálfan sveppasmurostspakkann (eða það fer reyndar eftir hvað mikið magn á pastanu þið hafið) á pönnuna og blandið honum við sveppina og skinkuna.
Ef ykkur finnst þetta of þykkt bætið þá smá mjólk við.
Þegar þetta er allt orðið tilbúið bætið þá pastanu við á pönnuna og blandið öllu þessu vel saman. Þegar það er komið þá er þetta bara tilbúið!
Það er gott að hafa hvítlauksbrauð með þessu.
Ég er ekkert nákvæm á magnið sem þarf á hráefninu, það er bara mjög persónubundið og fer líka eftir því hvað þið eruð mörg.
Látið mig endilega vita síðan hvernig smakkaðist ef þið prófið þetta einhvern tímann ;)
Kveðja
NoAngel
Ég finn til, þess vegna er ég