Gallianotrufflur!!!!
150 gr suðusúkkulaði
1/4 bolli rjómi
25 gr smjör
2 msk. galliano líkjör
1 tsk. skyndikaffi
Leysið skyndikaffið upp í rjómanum og setjið hann í skál ásamt suðusúkkulaðinu og smjörinu og bræðið saman í vatnsbaði. Hrærið stanslaust í blöndunni.Setjið Galliano líkjörinnútí og hrærið vel saman.Kælið vel.Setjið gómsætt kremið í rjómasprautupoka og sprautið því í konfektmót.(uþb.25 stk)Geymið í kæli en frystið ekki.
2.teg úr sömu uppskrift!!!!
300 gr.suðusúkkulaði
1/4 bolli rjómi
50 gr.smjör
1 msk.Sambuka líkjör
1 msk.dökkt romm(t.d Bacardi)
lítill poki lakkrísbrjóstsykur(nóa)
50 gr. kakó(til að velta uppúr)
Setjið súkkulaðið,rjómann og snjörið í skál og bræðið saman í vatnsbaði.Hrærið stanslaust í blöndunni.Skiptið blöndunni í tvær skálar.Setjið Sambuka líkjörinn útí aðra og rommið í hina og hrærið vel saman.Kælið vel.Sprautið Sambuka kreminu í konfektmót(uþb.25)Myljið brjóstsykurinn í matvinnsluvélog stráið honum yfir toppana.
útbúið litlar kúlur úr rommkreminu og veltið þeim uppúr kakóduftinu.
Þetta er algjört nammi!!!!! :) :)
Góða skemmtun
Kveðja