ég ætla að deila hér með ykkur alveg meiriháttar góðum,einföldum og umfram allt fitulitlum túnfiskrétti:

1.ds túnfiskur í vatni
2 tsk. olía
1 epli,afhýtt og skorið í bita
2 tsk karrýduft
2,5 dl tómatsósa
2 msk.eplasafi

Hitið olíuna á pönnu,steikið eplabitana í 1-2 mín.hrærið karrýdufti saman viðog hellið svo tómatsósunni yfir og hitið að suðu. Bætið eplasafaog túnfiski á pönnuna og hrærið í þar til blandan er heit í gegn.
Berið fram með hrísgrjónum.

ég hef líka prufað að skipta eplunum út og nota rauðlauk í staðin og það er líka meiriháttar gott.
Kveðja