1 kg hveiti
1 kg sykur
360 g Ljóma smjörlíki
4 egg
2 dl síróp
40 g matarsódi
20 g negull
20 g engifer
40 g kanill
Snjór:
eggjahvíta
flórsykur
Blandið öllu saman og hnoðið vel. Best er að geyma deigið í einn til tvo daga í kæli áður en það er notað. Fletjið deigið út í u.þ.b. 3 mm þykkt.
Skerið húsið út eftir mótum sem best er að skera út í harðan pappa. Skerið gluggana í tvennt og notið sem hlera. Bakið við 180°C í u.þ.b. 10-15 mín. Gætið þess að baka mjög vel svo húsið falli ekki saman, en bakið hlerana, strompinn og hurðina sér. Best er að líma húsið saman með bræddum sykri eða Nóa-Síríus hjúpi til baksturs.
Afganginn af deiginu má svo nota í piparkökukarla, skraut eða bara piparkökur.
Snjór:
Hrærið eggjahvítu og flórsykur saman hæfilega þykkt. U.þ.b. 3 eggjahvítur.
Skreytið húsið með sætindum frá Nóa-Síríus.
Ég stal þessari uppskrift úr Nóa-Síríus bæklingnum, vona að það komi ekki að sök, þeir sem vilja gera stærra hús stækka bara uppskriftina, góða skemmtun.
Kv. EstHe
Kv. EstHer