700 g- 1kg Nautalundir
400 gr blaðdeig
Hálf askja sveppir
1 bréf hunangsskinka
1 piparostur
salt og pipar
smjör
1 egg
smá sletta af rjóma
Aðferð:
Blaðdeigið látið þiðna
sveppir sneiddir niður og steiktir í smjöri á pönnu.Kjötið hreinsað og kryddað með salti og pipar og síðan brúnað á pönnu í u.þ.b 2-3 mín hvor hlið.Gat er stungið eftir kjötinu endilöngu og kjötið fyllt með ostinum.(smá af ostinum skilin eftir)
Blaðdeigið er flatt út í 2 ílangar kökur.Önnur kakan er sett á bökunarplötu og skinku raðað á hana þá er hluti af sveppunum og niðurskornum piparosti sett þar ofaná. Kjötið er lagt ofan á þetta og afgangnum af sveppunum raðað ofan á það. Hin kakan af blaðdeigimu er lögð yfir þetta allt og og deiginu lokað vel.penslað með eggi og rjóma ,Gott er að geta smá göt ofan á deigið svo það springi ekki í ofninum.
Bakað neðarlega í ofni við u.þ.b 220° í 25-30 mín (fer eftir magni af kjöti)látið standa á borði í 10 mín áður en kjötið er skorið.
meðlæti eftir smekk:)
Pollyanna