1 stk Hamborgarahryggur
2 l Vatn
2 dl Rauðvín
1 stk Laukur
1 stk Sellerístilkur
10 stk Svört piparkorn
4 stk Negulnaglar
Hunangsgljái
Setjið hamborgarahrygginn í vatn ásamt víni, gróft söxuðu grænmeti, pipar og negul. Látið suðu koma rólega upp og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.
Takið hrygginn úr soðinu og látið kólna í 20 mín.
Blandið hráefnunum í hunangsgljáann og penslið hrygginn með honum. Setjið í 180°C heitan ofn í 15 mín.
Berið fram með rauðvínssósu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.
Hunangsgljái
2 msk Sætt sinnep
2 msk Hunang
2 msk Púðursykur
1 msk Edik
Rauðvínssósa
7 dl Soð úr potti
40 g Hveiti
40 g Smjörlíki
1 dl Rauðvín
1 msk Rauðvínsedik
1 msk Rifsberjahlaup
1 dl Rjómi
Svínakjötskraftur
Fleytið og sigtið soðið. Lagið smjörbollu úr smjörlíki og hveiti. Hrærið soðið rólega út í.
Bætið út í rauðvíni, ediki, rjóma og hlaupi. Bragðbætið með svínakjötskrafti ef þurfa þykir.
Verði ykkur að góðu!
Kv. EstHer