Innihald:
1 msk. extra virgin ólífuolía
1 tsk. smjör
2 geirar hvítlaukur, kraminn
2 shallot laukar, kramdir
1 bolli vodki
1 bolli kjúklingasoð
1 dós crushed tomatoes (32 únsu)
gróft salt og pipar smá slatti
16 únsur spaghettí (eða slatti af því bara ég hef aldrei náð hvernig á að mæla þetta)
1/2 bolli rjómi
20 lauf ferskur basil, skorinn niður eða rifinn
Hitið pönnuna á meðalhita. Bætið olíu, smjöri, hvítlauknum og shallot lauknum. Steikið laukinn í svona 3-5 mínútur. Bætið vodkanum í. Látið malla í 2-3 mínútur til að taka áfengið úr vodkanum. Bætið kjúklingasoðinu og tómötunum. Látið sósuna sjóða þannig það komi loftbólur og lækkið á hellunni niður í lágann hita og látið malla. Bætið salti og pipar.
Meðan sósan mallar, eldið spaghettíið í söltuðu vatni. Á meðan pastað sýður gerið sallat eða annað meðlæti. Mjög gott að hafa hvítlauksbrauð með þessu.
Hrærið rjómann út í sósuna. Hækkið aftur hittann aðeins og látið sjóða upp og takið þá strax af. Bætið pastanu út í eða berið fram sér.
Vonandi líst ykkur vel á þetta, mér finnst þetta vera snilld.
tekið af vefsíðunni http://www.oprah.com/foodhome/food/recipes/food_20060228_pasta.jhtml
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway