Mér finnst alltaf svo gaman að prófa e-ð nýtt í matargerð og reyni að gera það oft í viku.
Ég átti uppskrift sem ég hafði einhversstaðar fengið fyrir löngu en aldrei prófað. Titillinn “Pepperoni-ýsa” heillaði mig ekkert svakalega enda oft ekki gott að blanda kjöti og fisk saman..
Ég lék mér aðeins með upprunalegu uppskriftina og bætti við allkyns góðgæti. En það er alltaf hægt að bæta við grænmeti og því meira af því, því betra ;)
Uppskriftin er fyrir ca 4
Innihald:
150-200g af pepperoni (tæplega 2 bréf)
200g gulrætur
1 laukur
1 rauð eða gul paprika
600-800g ýsa (roð og beinlaus)
1-2 litlar dósir af tómatpúrru (því meira því betra að mér finnst)
3 dl matreiðslurjómi
1-2 tsk af hvítlauksdufti
Ostur
Olia til steikingar
Salt og sítrónupipar
Aðferð:
Skerið fiskinn í bita (ekkert of litla) og kryddið þá með salti og sítrónupipar. Steikið bitana á pönnu þangað til þeir verða ljósbrúnir á báðum hliðum og takið þá svo af pönnunni og geymið á disk.
Skerið svo laukinn, paprikuna og gulræturnar í litla bita og steikið á pönnunni þangað til þetta verður mjúkt.
Bætið tómatpúrru og rjóma saman við og kryddið með hvítlauksduftinu (ath. ekki hvítlaukssalt)
Þegar allt er vel blandað saman bætið þá fiskinum útí og látið malla í 2-3 mínútur á smá hita.
Setjið þetta svo allt í eldfast mót, stráið ostinum yfir og bakið í 150° heitum ofni þar til osturinn er vel bráðinn og fallega brúnn.
Það er gott að borða með þessu hrísgrjón og ferskt salat..
Þessi réttur kom skemmtilega á óvart og mun pottþétt verða aftur eldaður hér á bæ! :)